Spurningar um vöruna

Hvað er Merino ull?

Merino ull vex á merino kindum. Hún er þynnri og miklu mýkri en venjuleg ull. Merino kindin gefur af sér mýkstu og fínustu ull sem völ er á. Hún stingur því alls ekki.

Er Merino ull dýrari en t.d. íslensk ull?

Nei!

Það er gaman að segja frá því að kílóverðið á hágæða merino ullinni okkar er langt um ódýrari en t.d. kílóverð á íslenskum plötulopa. Því er óhætt að segja að þú gerir kostakaup ef þú verslar ull hjá okkur

Hvar get ég skoðað vöruna?

Vörurnar er hægt að skoða í vefverslun okkar en einnig er hægt að sjá púða og teppi í Litlu Hönnunarbúðinni við Strandgötu 19 í Hafnarfirði.
https://litlahonnunarbudin.is

Kemur ullin tilbúin eða þarf að forvinna hana?

Ullin kemur tilbúin til notkunar.
Einnig er hægt að forvinna ullina við það styrkist ullin og fer minna úr hárum

Hvað gerir Merinu ull frábrugna annari ull, t.d. íslenskri ull?

Merino ull er silkimjúk og stingur ekki eins og íslensk ull og hentar því oft betur við ákveðnar aðstæður.

Spurningar um skilmála

Get ég skilað eða skipt vöru?

Viðskiptavinum er frjálst að skila vörum innan 14 daga eftir kaup og skipta í aðra vöru eða fengið hana að fullu endurgreidda.  Ath. að varan þarf að vera í upprunalegu ástandi.

Hvað kostar að fá vöruna senda?

Við sendum pakkann frítt á pósthús næst þér. 

Einnig er hægt að sækja keyptar vörur til okkar í Hafnarfjörð.

Hver er afhendingartími vörunnar?

Ef vara er til á lager, er almennur afhendingartími 1-2 dagar á höfuðborgarsvæðinu og 1-4 dagar utan þess.

ATH: Stærri pantanir gætu krafist lengri afendingartíma.

Spurningar um greiðsluupplýsingar

Hvernig get ég greitt fyrir vörur?

Við bjóðum upp á að greiða með öllum helstu debit- og kreditkortum í gegnum greiðslugátt Borgunar.

Einnig er hægt að staðgreiða ef varan er sótt.

Eru upplýsingar um kreditkortið mitt öruggar hjá Kósýprjón?

Já þú getur treyst því.

Allar færslur fara í gegnum greiðslugátt Borgunar.  Engar kortaupplýsingar eru geymdar hjá Kósýprjón.