Halló við erum mætt!

Já, nú hefur Kósýprjón loksins opnað glæsilega vefverslun sem við höfum verið að vinna að í nokkurn tíma. Við erum ótrúlega spennt og stolt yfir þessu öllu saman. Manni finnst orðið svo langt síðan við sáum þetta efni fyrst á Pinterest og Instagram. Ég tala nú ekki um allt sem við sáum verða til úr þessu dásamlega efni, merino ull. Guðdómleg teppi, hringpúðar, mottur og allskonar! Og núna erum við mætt með þetta til Íslands. Nú getur þú kæri lesandi nælt þér í „chunky“ merino ull og byrjað að handprjóna þér þessa fallegu hluti. Til þess að prjóna úr þessu þarf enga prjóna heldur notum við bara hendurnar. Það geta allir prjónað úr þessari ull, þetta er svo auðvelt að þið trúið því ekki fyrr en þið prófið. Auðvitað getur þú líka keypt þessa hluti tilbúna hjá okkur á góðu verði 😉 Kíktu á úrvalið!

Þar sem þetta efni hefur verið til lengi erlendis og fólk hefur verið að prjóna sér púða og teppi og margt margt fleira, þá eru til svo mörg mjög góð og lýsandi leiðbeiningarmyndbönd á internetinu og eru þau aðgengileg öllum sem vilja. Inni á síðunni okkar sérðu líka leiðbeiningarmyndbönd undir DIY hnappnum okkar. Kíktu á þau og sjáðu hvað þetta er auðvelt með þínum eigin augum! 😉

Það er okkur hjá Kósýprjón mikilvægt að fólk hafi valið hvort það kaupa sér tilbúnar vörur eða geti keypt sér ullina sjálfa til að gera sín eigin prjónaverk. Þessvegna bjóðum við upp á það! Hægt er að kaupa hnyklana í þremur stærðum 4.7kg og 2.3kg en svo erum við líka með sérstaka púðahnykla en þeir eru 500g.  Þá er líka hægt að sérpanta tilbúnar vörur. Möguleikarnir eru svo margir.

Við tökum við öllum helstu greiðslukortum í vefverslun okkar og bjóðum líka upp á að greiða með Netgíró.

Okkur hlakkar til að þróa vörumerkið með viðskiptavinum okkar, kíktu í heimsókn inn á kosyprjon.is

og verslaðu þér púðahnykil á sérstöku opnunartilboði um helgina!

Kósýkveðjur