Handverkshátíðin í Hrafnagili 2019

Hæ!

Kósýprjón verður á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit sem haldin verður 8.-11. ágúst.

Við erum ótrúlega stolt og glöð að fá að koma og taka þátt í þessari frábæru sýningu. Yfir eitt hundrað sýnendur munu kynna handverk sín og vörur í Hrafnagili,  fyrirtæki og einstaklingar. Þarna ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við hlökkum til að hitta ykkur, núverandi og framtíðar viðskiptavini okkar og jafnvel kynna ykkur fyrir nýjum og spennandi vörum sem við höfum ekki verið með áður 🙂

Í fyrsta skipti á Íslandi er slíkt tröllagarn svo aðgengilegt og munum við að sjálfsögðu vera með það í Hrafnagili. Þessa mjúku og fallegu merino ull

Sjáumst í Hrafnagili í ágúst!

Kósýkveðjur.