Hvernig er að prjóna úr merino ull frá okkur?

Ekkert mál!

Ok ég verð bara að segja ykkur allveg einsog er að áður en ég opnaði Kósýprjón.is þá var ég ekki fræg fyrir það að taka upp prjónana (og er ekki enn því þú prjónar bara með höndunum úr ullinni okkar 😉 en að vinna úr þessu efni er bara ekki sambærilegt hefðbundnu prjóni finnst mér. Í fyrsta lagi þá ertu enga stund að henda í eitt teppi eða um eina kvöldstund. Það er ekki neitt! Púði tekur um eina til tvær klukkustundir. Er þetta spurning?

En hvað segir þetta okkur? Þú þarft ekki að vera vön prjónamanneskja til að geta prjónað úr þessari ull hvort sem það er teppi púði eða annað. Þetta er í alvörunni það auðvelt. Og svo fylgja ótrúega góð leiðbeiningamyndbönd með sem fylgja þér skref fyrir skref!

Kíktu við í vefverslun okkar, sendu okkur skilaboð á facebook ef þú ert með spurningar. Við tökum vel á móti þér.

Kósýkveðjur!