Hvernig undirbúum við ullina fyrir prjón?

Hæ! Mig langar að segja ykkur hvernig er gott að undirbúa tröllagarnið okkar fyrir prjón.

 

 

Afhverju gerum við það og hvernig förum við að?
Við gerum það til að styrkja ullina og svo hún fari minna úr hárum eins og ull á til að gera. En svona gerum við það..

Við losum hnykilinn í hring, bindum hann svo saman þannig að endarnir fari ekki útum allt. Þegar þetta er komið í hring þá er ullin sett í þurrkara. Ég stilli þurrkarann á       „wool Refresh“ í 10 mínútur. Mér finnst best að vinna með ekki meira en 1. kg af ull í einu í 7kg heimilisþurrkara. Það má opna þurrkarann á milli til að fletta ullinni til. Það má líka stilla hita á „low“ eða „delicate“ Mínúturnar sem við gefum upp hér eru bara viðmið. Þetta gæti tekið lengri eða skemri tíma. Þurrkarar eru misjafnir, við fylgjumst vel með ferlinu. Athugið að þurrkarar taka mismikið til sín.

Við þetta verður ullin mun sterkari og fer ekki eins úr hárum. Eftir að ullin er meðhöndluð svona þá er mjög erfitt að slíta hana til dæmis.

Hér eru leiðbeiningar til hliðsjónar.

 

1. Við byrjum á því að dreifa hnyklinum í hring

 

 

 

 

 

 

2. Hér erum við að vinna 500gr af ull.

 

 

 

 

 

3. Við bindum ullina saman svo hún fari ekki út um allt í þurrkaranum. Ég nota band úr flís.

 

 

 

 

4. Setjum hnykilinn í þurrkarann.

 

 

 

 

5. Stillum hann (í þessu tilviki) á Wool Refresh í 10 mínútur

 

 

 

 

 

 

 

 

6.  Ullin kemur þá svona úr þurrkaranum, sterkari og aðeins þéttari.

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilbúin!   Þá er bara að rúlla ullinni aftur upp í hnykil og byrja að prjóna! 🙂

Ekki hika við að senda okkur línu á facebook t.d. ef þig vantar frekari ráðgjöf eða upplýsingar.