Þetta er það sem þú þarft
Byrjum á því að taka hnykilinn í sundur
Leggjum tvo enda saman
Klippum á endann. Nú ertu komin(n) með tvö samlyggjandi bönd
Þá gerum við lykkju
Drögum bandið í gegnum lykkjuna
Herðum hnútinn
Endurtökum þangað til kransinn passar vel á föndurhringinn.
Við sameinum hringinn með því að draga tvöfalda bandið í gegnum lykkuna, bindum hnút og göngum frá samskeytum og endum þannig við erum sátt með kransinn.
Nú byrjum við að líma kransinn á föndurhringinn. Núna væri tilvalið að setja lykkju á föndurhringinn til að hengja hann upp.
Ef þú notar límbyssu, þá er það mjög fljótt að þorna þannig við límum á stuttan kafla í einu. Pressaðu kransinn vel niður á meðan límið þornar í c.a. 20-30 sek. Endurtaktu þangað til allur kransinn er límdur við föndurhringinn
Festu svo slaufuna á. Hægt er að binda hana utan um krans og föndurhring, eða í lykkju á ullinni við samskeytin.