Um okkur

Kósýprjón er vefverslun sem bíður viðskiptavinum sínum upp á að versla tilbúin teppi, púða, mottur og fleira fallegt fyrir heimilið úr merino ull. Hver vara er handprjónuð og því hver og ein vara einstök. En það sem þær eiga sameiginlegt er hvað þær eru mjúkar og hlýjar!

Við seljum líka ullina sjálfa í tæpum 5kg hnyklum. Þannig getur þú handprjónað það sem hugann girnist.

Við bjóðum upp á uppskriftir, leiðbeiningarmyndbönd hvernig á að prjóna úr „Chunky“ merino ull. Hvernig á að meðhöndla ullina áður en við vinnum úr henni ásamt almennri ráðgjöf til viðskiptavina okkar.

Við hjá Kósýprjón erum stolt af því að vera fyrst á Íslandi með svokallaða „Chunky“ merino ull og að geta selt hana beint til viðskiptavina og það á Evrópuverði! En kílóverðið á okkar ull er með því lægsta sem sést á Íslandi á ull.

Merino ull vex á merino kindum. Hún er þynnri og miiiklu mýkri en venjuleg ull. Merino ull stingur ekki!

Við fáum þessa fallegu evrópsku merino ull frá birgja í Evrópu en hann fær ullina beint frá bónda og er mjög umhugað um uppruna ullarinnar og að allt sé sem umhverfisvænast.

Chunky merino ull
Chunky merino ull

Það gleður okkur að geta komið með eitthvað nýtt í vöruúrvalið á Íslandi.

Við hlökkum til að þróa vörumerkið enn frekar ásamt viðskiptavinum okkar.